xypex Bílakjallari í íbúðablokk

Bílakjallari í íbúðablokk

Reydarfjordur

Sökum skorts á fráveitubúnaði á svæðinu og mjög mikils vatnsþrýstings, ruddist vatn í gegnum samskeyti bílkjallarans og myndaði vatnsstraum í byggingu kjallarans. Slanga var sett inn til að minnka vatnsþrýstinginn. Því næst var Xypex bolta sem innihélt 90% Patch’n Plug/10% Concentrate þrýst inn í holuna og hann festur þar. Vatnsflæðið stöðvaðist innan 10 mínútna.

  • Alþjóðlegur heimur Xypex

    Steypa er alhliða vara sem meðal annars heldur vatni inni og úti. En hvað gerist þegar steypan bregst og vatn kemst í gegn? Stór vandamál geta komið upp. Þetta er saga Xypex út um allan heim, um steypubindikraft frábærrar vöru og hvernig Xypex skapaði réttu vöruna og varð leiðandi á heimsvísu hvað varðar vatnsþéttingu steypu.
    1
  • Kynning á kristallatækni Xypex

    Grunnþáttur í þróun kristallatækni Xypex var ítarlegur skilningur á efnafræðilegri og efnislegri samsetningu steypu. Steypa er gropið efni. Hárpípurhennar eru náttúrulegur hluti af steypumassanum og hleypa í gegn vatni og öðrum vökva.

    Vísindamenn Xypex fundu upp leið til að beita efnameðferð sem myndi fylla upp í þessar hárpípur og hindra gegnflæði vatns og annarra vökva úr hvaða átt sem er. Þetta fyllir upp í hárpípusvæðin og gerir steypuna vatnsþétta.
    2
  • Myndlífgun á kristallatækni Xypex

    Virkni kristallatækni Xypex við vatnsþéttni og vernd vekur sífellt áhuga og hrifningu aðila sem vinna með steypu á heimsvísu. Með því að stækka eina hárpípuna sýnir myndin hvernig Xypex fer inn í steypuna og hvernig hvataverkunin sem verður til, myndar óuppleysanlega kristalla og gerir steypubygginguna vatnsþétta til langframa gegn mjög miklum vatnsþrýstingi.
    3
Scroll to top